Wednesday, October 31, 2012

Kaupæði, þörf fyrir að gera eitthvað, fara eitthvað og framkvæma

Loksins loksins kominn 1. nóv og þá koma................. peningar vúhú og mig langar svo mikið að fara og spreða :/ síðan langar mig að fara að gera eitthvað allt annað en að vera heima og taka til eða læra, langar að framkvæma eitthvað en svo ef það er eitthvað sem ég þarf að gera þá er frestunaráráttan notuð á það og "geri það bara á eftir, á morgun, eða hinn".

Svo er það svefninn! næ mér ekki niður, klukkan orðin 01:25 og ég ennþá vakandi og ég veit alveg að ég þarf að sofa en ég þori bara ekki að taka lyfið sem ég er með til að hjálpa mér við að sofna því þá er ég svo hrædd um að sofa yfir mig og þá koma krakkarnir of seint í skólan og svo er líka tími hjá tannsa :/
Þannig að ég er bara vakandi að gera ekki neitt, nenni ekki að veltast upp í rúmi. Ætti kannski bara að fá mér 1 bjór, sofna örugglega eftir hann :D 


En ætli ég fari ekki og finni mér lím og lími aftur augun svo ég ná einhverjum svefn áður en ég fer og fæ taugaáfall hjá tannsa.

Sunday, October 28, 2012

VÖLD

Var að hrofa á myndband á youtube af stelpu sem er greind með bipolar 2, finnst svo flott hjá henni að koma svona fram og segja frá sínum veikindum. Ég þori ekki að segja fólki frá mínum veikindum, er ekki viss hvort ég geti tekið við fordómum sem sennilega einhverjir myndu koma með. Færi eiginlega alveg eftir því í hvernig skapi ég væri hvort ég færi bara að gráta, yrði reið eða myndi bara ráðast á viðkomandi híhíhi :)

En eitt sem stelpan sagði í þessu myndbandi var "þegar maður hefur ekki stjórn á hugsunum sínum það er hræðilegast af öllu"
Þetta er svipað og það sem ég hef alltaf sagt að þegar maður hefur ekki stjórn á hugsunum sínum þá ræður maður ekki við neitt.


En núna eru krílin mín búin að vera lasin eitt af öðru og þá fer svefnrútínan öll í rugl, þá er ég að fara að sofa á vitlausum tíma og vakna seinna en vanalega :S
En vona bara að núna sé þetta gengið yfir og daglegt líf geti orðið nokkurnveginn eðlilegt aftur og svo um mánaðarmótin ætla ég að drífa mig í því að kaupa mér kort í líkamsrækt! ! ! verð að standa við það :D


Eitt fail - spor þarf ekki að þýða að mér hafi mistekist alveg, það þýðir bara að núna veit ég hvað ég á að gera til að ná markmiðum.


Friday, October 26, 2012

obb obb obb verð að segja frá þessu

Einstaklingur sem er mjög mjög nákominn mér hringdi í mig til að segja mér svolítið. Hún hefði fengið einkapóst á facebook frá konu sem hún þekkir og í honum hefði staðið : oh nú er ég hrædd um að þú sért hætt að tala við mig, viltu ekki svara mér?, er ég þreytandi, margir hafa bara gefist upp á mér. Þetta var í skilaboðunum og svo líka meira í kringum þetta en þessi einstaklingur sem er nákominn mér sagði : finnst þér þetta ekki sjúkt!.......................

Ég þagði í smá tíma og sagði svo bara nei, ég hef alveg hugsað svona líka og ef þú ert andlegaveik/ur þá er þetta bara eðlilegt. Ef vinkona mín svarar ekki í símann, síðan sendi ég henni sms, prufa svo að hringja aftur seinna en fæ ekkert svar þá byrjar ruglið í hausnum á manni oh hvað gerði ég núna, sagði ég eitthvað, er hún í fýlu út í mig, er hún reið við mig, er ég svona ömurleg, er hún komin með ógeð á mér, henni finnst ég leiðinleg, henni finnst ég pirrandi, þreytandi og ómöguleg.


Ég er ekkert að segja að ég hugsi alltaf svona en þegar maður er kannski eitthvað niðri, óöryggið í botn, niðurbrotið á fullu og maður er lítill í sér þá eru þetta hugsanir sem koma bara sjálfkrafa og það í tonna tali.

uppgötvun

Er núna að fara reglulega í viðtöl hjá konu sem vinnur hjá Þjónustumiðstöðinni, varð samt smá pása núna í október vegna misskilnings en sem betur fer þá reddaðist það allt saman.
Mér finnst mjög þægilegt að tala við þessa konu og hún hefur getað bent mér á marga hluti sem ég hef bara ekkert verið að hugsa um. Síðast þegar ég fór til hennar þá spyr hún mig hvað ég hafi verið að gera og ég segi bara eins og er ekkert, er bara ekki búin að vera að gera neitt :( Síðan fer ég að segja henni hvernig dagarnir hjá mér hafa verið og hún horfir bara á mig og segir þú segist ekki vera búin að gera neitt en samt ertu á foreldrafærninámskeiði 1x í viku, sérð um heimilið, lætur krakkana læra heima, ferð með strákinn 3x í viku í íþróttir og ert að taka mataræðið hjá þér í gegn. Henni fannst þetta bara mikið að gera og það að breyta mataræði sé bara stórt skref þegar maður er að breyta öllu saman og þá er maður að brjóta upp venjur sem maður er búin að búa sér til og vera með í einhver ár.


Ég talaði um að þegar ég ætlaði að fara að tækla sjúkdóminn þá ætlaði ég að taka hænuskref en er samt alltaf föst í að gera mikið og vona eftir einhverjum bata helst í dag. Þarf að opna augun og taka eftir hænuskrefunum þó þau sé oggu pínu pons og vera viðbúin að þessi litlu skref geta alveg haft þau áhrif á mig fyrst að ég verði pirruð eða döpur.

Langar svo að komast eitthvað og leira eða skera í gler. Finn bara lítið um svoleiðisnámskeið nema hjá Glit og það er bara nokkuð dýrt :S

En ég er að komast á eitthvað skrið í átt að bata en það sem er að bjaga mig hvað mest núna er frestunarárátta!!!! En ætla bara að hugsa um það á morgun eða í næstu viku :D hahahah eða um leið og ég hringi í bankann og byrja að læra.

Tuesday, October 16, 2012

upplausn

Eins og mér fannst allt byrja vel eða svona nokkurnveginn, bara 1 fag í skólanum og svo á fullu að ná stjórn á sjúkdómnum en..............
núna er allt öfugt, ég er ekki að mæta í skólan, er bara að fara 1x í mánuði að hitta geðlækninn minn og svo 2 í mánuði í Janus og hvað gerir þetta fyrir mig? Ekki neitt, alls ekki neitt! Félagsfælnin er komin til baka 10x öflugari en hún var, get varla farið út úr húsi, að fara að versla er ekki gert nema þegar allt er orðið gott sem tómt en þá samt ekki fyrr en daginn eftir. Þarf að halda mér virkri en það er ekki að gerast þegar ég veit ekki hvað ég á að gera :( 
Þarf að komast eitthvað þar sem er skipulögð dagskrá en ég bara veit ekki hvert :/


Langar að vera heilbrigð, vera með fulla stjórn á öllum hugsunum sem eru í kollinum á mér, geta farið út og í heimsókn án þess að vera í kvíðakasti, getað tekið upp síman og hringt það sem ég þarf að hringja án þess að vera komin með magasár.

En ég á að vera með verkfærin, eða svo er mér sagt. Verkfæri til að takast á við hlutina og stjórna mínum sjúkdómum.
En ég bara verð að spyrja hvert fer ég til að skipta um verkfæri? Get ég skilað mínum og fengið ný, því mín eru sko enganveginn að virka!

Sunday, October 7, 2012

Hæ :)

Hef verið voðalega upptekin, en samt lítið að gera í sambandi við sjúkdóminn hef verið að hjálpa öðrum, sinna börnunum og reyna að koma mér á einhvern stað þar sem ég get fengið meiri upplýsingar og lært eitthvað til að ráða við djöfulinn minn. Vá hvað ég er dramatísk :)
Eins og ég var fúl yfir því að geta ekki verið í 2 fögum í skólanum þá er ég núna komin yfir það og langar svolítið að hætta í þessu eina fagi sem ég er í núna til að geta einbeitt mér alveg að því að batna. En finnst það samt svolítill aumingjaskapur....... Þarf að tala við kennarann samt og athuga hvað hún segir því ég átti að skila verkefni síðasta föstudag sem er ég er ekki búin að skila og bara hálfnuð með :/  vantar allan drifkraft í mig núna.


svo er ég að fara í gegnum mataræðið mitt, prufa að taka út sykur og hveiti eða allavegna minnka það sjá hvort mér líði eitthvað betur með það. Svo er ég hætt að drekka gos, fæ mér stundum plús en það er það eina annars er það bara vatn eða safi.
Svo er ég að fara á námskeið næsta þriðjudag sem verður bara 1x í viku en mér vantar svo eitthvað meira til að gera svo ég ætla að skoða heilsulínuna hjá janus og svo sjá hvað heilsuborg hafa uppá að bjóða.  :)

reyni að taka baby steps eins og ég get :P